top of page

Sagaevents er viðburða- og ferðaþjónustufyrirtæki með áratuga reynslu af skipulagningu, hönnun og framkvæmd viðburða af öllu tagi.

Með því að velja Sagaevents velur þú að vinna með reynslumiklum, heiðarlegum og traustum aðilum, fullum af sköpunarkarfi með það að markmiði að gera þínar hugmyndir að veruleika.

Sagan okkar

Sagaevents er viðburða- og ferðaþjónustufyrirtæki með áratuga reynslu af skipulagningu, hönnun og framkvæmd viðburða af öllu tagi.

 

Sagaevents hefur verið starfandi frá árinu 2002 og hefur frá stofnun sérhæft sig í að skapa ógleymanlegar upplifanir fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Meðal verkefna eru hvata- og hópaferðir, árshátíðir, gala kvöldverðir, fyrirtækjaviðburðir, ráðstefnur, markaðsviðburðir, brúðkaup, tónleikar, borgarhátíðir, beinar útsendingar, verðlaunaafhendingar og margt, margt fleira.

 

Sagaevents leggur áherslu á að skapa einstakar upplifanir í sátt og samlyndi við umhverfið, gesti og birgja. Við höfum skapað traust tengslanet við listamenn, veitingaaðila, tæknifólk, viðburðastaði, leiðsögumenn og starfsfólk ferðaþjónustunnar. Við nýtum reynslu okkar, ástríðu og sköpunarkraft til að gera drauma viðburð eða ferðalag viðskiptavina okkar að veruleika.

bottom of page